Loka Hellisheiði, Þrengslum og Öxnadalsheiði vegna óveðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:10 Eins og sjá má á þessu korti Vegagerðarinnar eru leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu víða ófærar. vegagerðin Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00
Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55
Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43