Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 00:30 Ali Khamenei, leiðtogi Írans. Vísir/Getty Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak sem og á herstöðina í Irbil. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. „Við erum meðvituð um fréttir af árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Forsetinn hefur fengið upplýsingar um málið, fylgist náið með stöðunni og er að ráðfæra sig við þjóðaröryggisráð sitt,“ sagði í yfirlýsingu frá Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Íranski byltingarvörðurinn, sá hluti Íransher sem Soleimani fór fyrir, segir árásirnar hefnd. „Við vörum alla bandamenn Bandaríkjanna við, sem hafa látið þessum hryðjuverkaher herstöðvar sínar í té, að hvert einasta ríki þar sem ráðist er gegn Íran er skotmark,“ sagði í yfirlýsingu byltingarvarðarins sem lesin var upp af írönsku ríkisfréttastofunni. Iran launches missiles at U.S. military facilities in Iraq, @DavidMuir reports. A U.S. official confirms to ABC News that missiles were fired at multiple U.S. military facilities, including Erbil in the north and Al Asad Air Base in the west. https://t.co/BQroBQD0MPpic.twitter.com/yP0QuzaaXd— ABC News (@ABC) January 8, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak sem og á herstöðina í Irbil. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. „Við erum meðvituð um fréttir af árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Forsetinn hefur fengið upplýsingar um málið, fylgist náið með stöðunni og er að ráðfæra sig við þjóðaröryggisráð sitt,“ sagði í yfirlýsingu frá Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Íranski byltingarvörðurinn, sá hluti Íransher sem Soleimani fór fyrir, segir árásirnar hefnd. „Við vörum alla bandamenn Bandaríkjanna við, sem hafa látið þessum hryðjuverkaher herstöðvar sínar í té, að hvert einasta ríki þar sem ráðist er gegn Íran er skotmark,“ sagði í yfirlýsingu byltingarvarðarins sem lesin var upp af írönsku ríkisfréttastofunni. Iran launches missiles at U.S. military facilities in Iraq, @DavidMuir reports. A U.S. official confirms to ABC News that missiles were fired at multiple U.S. military facilities, including Erbil in the north and Al Asad Air Base in the west. https://t.co/BQroBQD0MPpic.twitter.com/yP0QuzaaXd— ABC News (@ABC) January 8, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43