Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 11:15 Vel fór um þá Erdogan og Pútín þegar þeir hittust áður en þeir voru viðstaddir vígsluathöfn fyrir nýjar gasleiðslur. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag. Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag.
Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03