Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:56 Hér má sjá hvaða hverfi höfuðborgarsvæðisins verða að líkindum heitvatnslaus í 30 klukkustundir. veitur Veitur munu loka fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík í um 30 klukkustundir eftir helgi. Áætlað er að fyrir vikið muni um 50 þúsund manns vera heitavatnslaus frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst, frá þriðjudegi fram á miðvikudag. Að sögn Veitna er þetta gert vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ. Verið sé að fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. „Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í útskýringu Veitna. Til þess að gera umrædda breytingu þurfi að tæma hina svokölluðu Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði. Hér má finna kort af þeim heimilum sem verða heitavatnslaus: Lokanir í Hafnarfirði. Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt. Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir. Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir. Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi. Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt. Orkumál Umhverfismál Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Veitur munu loka fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík í um 30 klukkustundir eftir helgi. Áætlað er að fyrir vikið muni um 50 þúsund manns vera heitavatnslaus frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst, frá þriðjudegi fram á miðvikudag. Að sögn Veitna er þetta gert vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ. Verið sé að fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. „Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í útskýringu Veitna. Til þess að gera umrædda breytingu þurfi að tæma hina svokölluðu Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði. Hér má finna kort af þeim heimilum sem verða heitavatnslaus: Lokanir í Hafnarfirði. Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt. Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir. Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir. Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi. Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt.
Orkumál Umhverfismál Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira