Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Halli og Gunni Nelson voru gestir hjá Sölva Tryggvasyni. Skjáskot Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29
Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28