Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 22:27 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira