Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:30 Streymt verður frá viðburðinum. Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira