Nígeríski-ameríski körfuboltamaðurinn Michael Ojo er látinn eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu í Belgrad í Serbíu.
Michael Ojo er 27 ára miðherji og var á æfingu hjá serbneska félaginu Partizan Belgrad.
Michael Ojo var á einstaklingsæfingu þegar hann hné niður í miðju hlaupi. Ojo var heilsuhraustur og enginn vissi af því að hann væri með einhver hjartavandamál.
Fréttamiðlar í Serbíu segja frá því að Michael Ojo hafi verið fluttur úr íþróttahúsinu og á sjúkrahús þar sem læknum tókst ekki að bjarga lífi hans.
We are heartbroken to learn of the sudden passing of Michael Ojo today.
— Galatasaray Basketbol (@GSBasketbol) August 7, 2020
We send our sincerest condolences to everyone at @kkcrvenazvezda, his family and his loved ones. May he rest in peace. #MichaelOjo pic.twitter.com/mMuM0zBlxj
Michael Ojo spilaði í fimm ár með Florida State í bandaríska körfuboltanum. Hann hóf atvinnumannaverfeil sinn hjá körfuboltaliðinu KK FMP í Belgrad þar sem hann spilaði í eitt ár.
Ojo samdi svo við Rauðu Stjörnunna árið 2018 þar sem hann spilaði í tvö tímabil og varð meðal hann serbneskur meistari með félaginu í fyrra.
Michael Ojo var með lausan samning í vor og var að leita sér að nýju félagi. Hann þótti afar öflugur varnarmaður en hann var 216 sentímetrar á hæð.
Það skal tekið fram að þetta er ekki Michael Ojo sem spilaði með Tindstóls liðinu árið 2019. Sá Ojo var bakvörður og af breskum og nígerískum ættum.
Extremely shocked about Michael Ojo's death. Rest in peace, elite rim protector. Despite not being in a @EuroLeague contender, he had a breakout defensive season, being the 3rd player with better DPIPM right after Tavares and Acy. Condolences to his family and friends. pic.twitter.com/KMk5bC3wW2
— Adrià Arbués (@arbues6) August 7, 2020