Lakers öruggir með toppsætið í fyrsta sinn í áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 23:00 Leikmenn Utah Jazz áttu ekki roð í Davis í leik liðanna. Kim Klement/Getty Images Los Angeles Lakers lagði Utah Jazz með átta stiga mun í NBA-deildinni í gærkvöld, 116-108. Var þetta þriðji leikur liðsins í NBA-kúlunni svokölluðu en allir leikir deildarinnar fara framí Disney World í Orlandó sökum kórónufaraldursins. Sigurinn þýðir að Lakers eru nú öruggir með efsta sæti Vesturdeildar. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem liðið nær þeim árangri. Real laker fans remember the losing seasons. Here ya go #1 — kuz (@kylekuzma) August 4, 2020 „Eftir allt sem hefur gengið á hjá okkur á þessu tímabili þá skiptir það okkur miklu máli að ná efsta sætinu. Við erum samt hvergi nærri hættir,“ sagði Anthony Davis að leik loknum. Þessi ótrúlegi leikmaður setti 42 stig í leiknum gegn Utah ásamt því að taka tólf fráköst. Var það í 20. skipti á tímabilinu sem Davis skorar 20 stig eða meira í leik. HIGHLIGHTS: @AntDavis23 was an unstoppable force tallying 42 points and going 4-for-8 from deep. pic.twitter.com/HK5kQA1cNQ— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 4, 2020 Kobe Bryant, sem lést á hroðalegan hátt í þyrluslysi í janúar á þessu ári, leiddi Lakers til sigurs í NBA-deildinni síðast þegar liðið endaði á toppi Vesturdeildarinnar. Leikið er þétt í NBA-deildinni þessa dagana en deildin er með breyttu sniði sökum kórónufaraldursins. Lakers eru besta liðið í Vesturdeildinni með 51 sigur og 15 töp í þeim 66 leikjum sem liðið hefur spilað. Milwaukee Bucks eru þó það lið með bestan árangur í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Dádýrin frá Milwaukee eru með 54 sigra og aðeins 13 töp í þeim 57 leikjum sem liðið hefur leikið. Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Los Angeles Lakers lagði Utah Jazz með átta stiga mun í NBA-deildinni í gærkvöld, 116-108. Var þetta þriðji leikur liðsins í NBA-kúlunni svokölluðu en allir leikir deildarinnar fara framí Disney World í Orlandó sökum kórónufaraldursins. Sigurinn þýðir að Lakers eru nú öruggir með efsta sæti Vesturdeildar. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem liðið nær þeim árangri. Real laker fans remember the losing seasons. Here ya go #1 — kuz (@kylekuzma) August 4, 2020 „Eftir allt sem hefur gengið á hjá okkur á þessu tímabili þá skiptir það okkur miklu máli að ná efsta sætinu. Við erum samt hvergi nærri hættir,“ sagði Anthony Davis að leik loknum. Þessi ótrúlegi leikmaður setti 42 stig í leiknum gegn Utah ásamt því að taka tólf fráköst. Var það í 20. skipti á tímabilinu sem Davis skorar 20 stig eða meira í leik. HIGHLIGHTS: @AntDavis23 was an unstoppable force tallying 42 points and going 4-for-8 from deep. pic.twitter.com/HK5kQA1cNQ— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 4, 2020 Kobe Bryant, sem lést á hroðalegan hátt í þyrluslysi í janúar á þessu ári, leiddi Lakers til sigurs í NBA-deildinni síðast þegar liðið endaði á toppi Vesturdeildarinnar. Leikið er þétt í NBA-deildinni þessa dagana en deildin er með breyttu sniði sökum kórónufaraldursins. Lakers eru besta liðið í Vesturdeildinni með 51 sigur og 15 töp í þeim 66 leikjum sem liðið hefur spilað. Milwaukee Bucks eru þó það lið með bestan árangur í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Dádýrin frá Milwaukee eru með 54 sigra og aðeins 13 töp í þeim 57 leikjum sem liðið hefur leikið.
Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira