Brynjólfur vekur umtal: „Þessi maður skilur um hvað fótbolti er“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 12:00 Brynjólfur Andersen Willumsson í leiknum við HK á fimmtudaginn. VÍSIR/DANÍEL Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40