Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson og Anton Ingi Leifsson skrifa 24. júlí 2020 19:15 Eggert Gunnþór ræddi við Anton Inga í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Sport Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30