Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 22:50 Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði Blikum til sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum með liðið í efstu deild en liðið hefur síðan ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/bára „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30
Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti