Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 22:50 Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði Blikum til sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum með liðið í efstu deild en liðið hefur síðan ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/bára „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
„Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30
Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00