Samningsvilji og stuðningur Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:25 Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar