Samningsvilji og stuðningur Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:25 Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun