Höfðu hendur í hári gíslatökumannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 22:31 Mynd frá vettvangi sem innanríkisráðherra Úkraínu deildi á Twitter. Twitter Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu. Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu.
Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30
Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00