Höfðu hendur í hári gíslatökumannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 22:31 Mynd frá vettvangi sem innanríkisráðherra Úkraínu deildi á Twitter. Twitter Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu. Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu.
Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30
Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00