Tekur ekki undir gagnrýni yfirlæknis sem sagði skimun LSH vera „sóun á almannafé“ Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 15:42 Forstjórinn segir ummæli yfirlæknis bera vott af þröngu sjónarhorni á hlutverk háskólasjúkrahússins. Vísir/Vilhelm „Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira