Afkastageta fimmtánfaldast með nýjum verkferlum Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 14:33 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira