Afkastageta fimmtánfaldast með nýjum verkferlum Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 14:33 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira