Lífróður í ólgusjó verkfalla Arnar Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:51 Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun