Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2020 21:20 Júlía Fanney Jóhannesdóttir og Sonja Daníelsdóttir hjá Villikanínum. Vísir/Baldur Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni. Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni.
Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira