Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 15:31 Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður. Mynd/Valgeir Magnússon Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20