Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 15:31 Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður. Mynd/Valgeir Magnússon Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20