Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 15. júlí 2020 20:56 Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Stöð 2 Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua. Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua.
Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent