Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 15. júlí 2020 20:56 Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Stöð 2 Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua. Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua.
Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira