Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 15. júlí 2020 20:56 Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Stöð 2 Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua. Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua.
Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira