Lífið

Stórbrotnar sögur stjarnanna úr spjallþætti Graham Norton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnurnar mæta ávallt til leiks í þáttinn með góðar og fyndnar sögur.
Stjörnurnar mæta ávallt til leiks í þáttinn með góðar og fyndnar sögur.

Bretinn Graham Norton heldur úti vinsælum spjallþætti í Bretlandi sem kallast einfaldlega The Graham Norton Show.

Þátturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 2007 á BBC. Norton fær ávallt stærstu stjörnur heims í þáttinn og hafa verið framleiddar 27 þáttaraðir á þessum þrettán árum.

Á YouTube-síðu þáttarins er búið að taka saman fyndnustu brotin úr síðustu þáttaröð þar sem stjörnurnar segja lygilegar sögu úr lífi sínu.

Margar sögur eins og þegar leikarinn Patrick Stewart fékk að vita að hann væri ekki umskorinn. Dwayne Johnson og Kevin Hart sögðu einnig mjög góða sögu frá tökunum af Jumanji: The Next Level og margar aðrar stórbrotnar og fyndnar sögur komu fram í myndbandinu sem hefur verið klippt saman úr þáttunum sem sýndir voru síðastliðið ár eða svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×