Gert að afgreiða matsáætlun vegna vindorkugarðs í Dalabyggð án tafa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2020 20:31 Frá Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu. Mynd/Stöð 2. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna 80-130 megavatta vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Úrskurðarnefndin féllst á þau sjónarmið Storm Orku, sem áformar vindmyllurnar, að óhæfilegur dráttur væri orðinn á afgreiðslu málsins. Hún hefur núna dregist í fimmtán mánuði þótt Skipulagsstofnun beri lögum samkvæmt að afgreiða málið innan fjögurra vikna frá því matstillaga liggur fyrir, sem í þessu tilviki var í apríl 2019. Í kæru Storm Orku segir að svo virðist sem Skipulagsstofnun hafi í raun tekið sér vald til að stöðva verkefnið og komið í veg fyrir stjórnarskrárvarinn rétt eigenda félagsins til að stunda þá atvinnu í eigin landi sem þeir kjósi. Úrskurðarnefndin telur þó að sá dráttur sem orðinn er á afgreiðslu málsins sé ekki ástæðulaus. Hins vegar verði ekki fram hjá því litið að komið sé langt fram yfir lögboðinn frest. Skipulagsstofnun sagði helstu ástæðu tafanna þá að vindorkuver af því umfangi sem kærandi áformi eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Storm Orka benti hins vegar á að í desember 2016 hafi Skipulagsstofnun kynnt álit sitt á Búrfellslundi, 200 megavatta vindorkuveri, sem Landsvirkjun áformi, og það sé hliðstætt. Þótt það verkefni hafi á þeim tíma ekki átt sér hliðstæðu hafi það aðeins tekið Skipulagsstofnun um 9 vikur að afgreiða þá tillögu að matsáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Dalabyggð Skipulag Umhverfismál Vindorka Tengdar fréttir Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20 Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna 80-130 megavatta vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Úrskurðarnefndin féllst á þau sjónarmið Storm Orku, sem áformar vindmyllurnar, að óhæfilegur dráttur væri orðinn á afgreiðslu málsins. Hún hefur núna dregist í fimmtán mánuði þótt Skipulagsstofnun beri lögum samkvæmt að afgreiða málið innan fjögurra vikna frá því matstillaga liggur fyrir, sem í þessu tilviki var í apríl 2019. Í kæru Storm Orku segir að svo virðist sem Skipulagsstofnun hafi í raun tekið sér vald til að stöðva verkefnið og komið í veg fyrir stjórnarskrárvarinn rétt eigenda félagsins til að stunda þá atvinnu í eigin landi sem þeir kjósi. Úrskurðarnefndin telur þó að sá dráttur sem orðinn er á afgreiðslu málsins sé ekki ástæðulaus. Hins vegar verði ekki fram hjá því litið að komið sé langt fram yfir lögboðinn frest. Skipulagsstofnun sagði helstu ástæðu tafanna þá að vindorkuver af því umfangi sem kærandi áformi eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Storm Orka benti hins vegar á að í desember 2016 hafi Skipulagsstofnun kynnt álit sitt á Búrfellslundi, 200 megavatta vindorkuveri, sem Landsvirkjun áformi, og það sé hliðstætt. Þótt það verkefni hafi á þeim tíma ekki átt sér hliðstæðu hafi það aðeins tekið Skipulagsstofnun um 9 vikur að afgreiða þá tillögu að matsáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Dalabyggð Skipulag Umhverfismál Vindorka Tengdar fréttir Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20 Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53