Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 07:29 Andrzej Duda og eiginkona hans, Agata Kornhauser Duda fögnuðu fyrstu tölum í gærkvöldi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski. Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski.
Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00