Þjálfari Katrínar Tönju henti sandi yfir hana á miðri þolæfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 08:30 Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju Davíðsdóttur, hendir sandi yfir hana á meðan hún gerir armbeygjur. Skjámynd úr myndbandi af Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir er að æfa af miklum krafti þessa dagana og hún hefur verið að gefa aðdáendum sínum smá innsýn í æfingarnar á samfélagsmiðlum. Hingað til hafa aðallega verið myndir af henni sem hafa verið teknar eftir krefjandi æfingar en í gær setti Katrín Tanja inn myndband frá einni æfingunni. Á myndbandinu er Katrín Tanja að æfa úti undir berum himni og þjálfari hennar, Ben Bergeron, er með henni á þessari æfingu. Katrín Tanja er að taka vel á því og hún er einnig í þyngingarvesti til að gera æfinguna enn erfiðari. Það var hins vegar ekki nóg því Ben Bergeron virtist reyna að gera æfinguna enn óþægilegri fyrir okkar konu eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enjoying my time at the Cape ???? .. and so is @benbergeron A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 12, 2020 at 1:17pm PDT „Ætla njóta tímans sem ég hef á Cape Cod og það gerir líka Ben Bergeron,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir við myndbandið. Ben Bergeron hefur unnið lengi með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og þau þekkjast mjög vel. Það að hann sé að henda yfir hana sandi á meðan hún er að púla við armbeygjur og annað erfiði, hefur vakið furðu hjá mörgum. Katrín Tanja getur mögulega hafa gleymt sólarvörninni heima en það verður samt að teljast mjög ólíkleg ástæða. Eftir því sem við best vitum er þjálfarinn aðeins að reyna að búa til óþægilegar aðstæður og vinna með andlega hlutann með þeim líkamlega. Ef þú getur haldið þínu striki í miðjum „sandstormi“ frá þjálfaranum þá ertu líklega klár í flest allt sem náttúran bíður upp á. Katrín Tanja lætur þessa „truflun“ þjálfara síns ekki hafa nein áhrif á sig og heldur ótrauð áfram við æfingar sínar. CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er að æfa af miklum krafti þessa dagana og hún hefur verið að gefa aðdáendum sínum smá innsýn í æfingarnar á samfélagsmiðlum. Hingað til hafa aðallega verið myndir af henni sem hafa verið teknar eftir krefjandi æfingar en í gær setti Katrín Tanja inn myndband frá einni æfingunni. Á myndbandinu er Katrín Tanja að æfa úti undir berum himni og þjálfari hennar, Ben Bergeron, er með henni á þessari æfingu. Katrín Tanja er að taka vel á því og hún er einnig í þyngingarvesti til að gera æfinguna enn erfiðari. Það var hins vegar ekki nóg því Ben Bergeron virtist reyna að gera æfinguna enn óþægilegri fyrir okkar konu eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enjoying my time at the Cape ???? .. and so is @benbergeron A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 12, 2020 at 1:17pm PDT „Ætla njóta tímans sem ég hef á Cape Cod og það gerir líka Ben Bergeron,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir við myndbandið. Ben Bergeron hefur unnið lengi með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og þau þekkjast mjög vel. Það að hann sé að henda yfir hana sandi á meðan hún er að púla við armbeygjur og annað erfiði, hefur vakið furðu hjá mörgum. Katrín Tanja getur mögulega hafa gleymt sólarvörninni heima en það verður samt að teljast mjög ólíkleg ástæða. Eftir því sem við best vitum er þjálfarinn aðeins að reyna að búa til óþægilegar aðstæður og vinna með andlega hlutann með þeim líkamlega. Ef þú getur haldið þínu striki í miðjum „sandstormi“ frá þjálfaranum þá ertu líklega klár í flest allt sem náttúran bíður upp á. Katrín Tanja lætur þessa „truflun“ þjálfara síns ekki hafa nein áhrif á sig og heldur ótrauð áfram við æfingar sínar.
CrossFit Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira