Maxwell krefst lausnar gegn gjaldi og vísar ásökunum á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 18:43 Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug. AP Photo/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37
Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01