Tróna á toppnum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 14:00 HK eru illviðráðanlegt í Kórnum sem og utandyra. Vísir/Facebook-síða HK HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira