Í dag var dregið í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu í Vín í Austurríki.
Ísland var í 2. styrkleikaflokki af fjórum fyrir dráttinn og dróst með Grikklandi, Litháen og Norður-Makedóníu í riðli.
Forkeppnin verður spiluð á einni helgi og koma tvær dagsetningar til greina. Annars vegar 27. til 29. nóvember eða 4. til 6. desember. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli í umspil. Aðeins tveir riðlar af fimm eru með fjögur lönd, hinir þrír eru aðeins með þrjú.
Heimsmeistaramótið sjálft fer svo fram á Spáni í desember á næsta ári, 2021.
Riðlana má sjá hér að neðan.
Riðill 1
Lúxemborg
Ísrael
Slóvakía
Úkraína
Riðill 2
Grikkland
Litháen
Ísland
Norður-Makedónía
Riðill 3
Finnland
Portúgal
Tyrkland
Riðill 4
Austurríki
Kósovó
Ítalía
Riðill 5
Belgía
Færeyjar
Sviss
Hver riðill fyrir sig verður leikinn í einu landi en bæði Grikkland og Norður-Makedónía eru á undan Ísland í goggunarröðinni.