Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Íslensk erfðagreining ætlar að hætta að skima fyrir kórónuveirunni eftir eina viku. Fyrirtækið hefur umsjón með skimuninni sem fer fram á landamærum Íslands.

Rætt verður við Kára Stefánsson og forsætisráðherra um ákvörðunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Yfirlæknir smitsjúkdómavarna Landspítalans segir nú vera minna um kórónuveirusmit hér á landi en hann hafði búist við. Dæmi séu um að fólk hafi fengið smit úr lofti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Meðal tillagna í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála eru sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig hittum við elsta núlifandi Íslendinginn sem fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×