„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2020 21:00 Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna ácovid-göngudeild. Vísir/Sigurjón Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira