Paul Pogba og Bruno Fernandes eru sagðir báðir hafa farið haltrandi af æfingu eftir að sá fyrrnefndi hljóp á þann síðarnefnda. Mirror greinir frá þessu.
Það væru skelfileg tíðindi fyrir Manchester United ef báðir þessir leikmenn verða lengi frá en þeir hafa spilað vel saman á miðjunni undanfarið. Þá er þetta sérstaklega leiðinlegt fyrir Pogba sem er nýkominn til baka úr erfiðum meiðslum.
Þeir eru sagðir tæpir fyrir leik United og Bournemouth á morgun en Fernandes er sagður hafa litið verr út. Þetta er skellur sem gæti ekki komið á verri tíma fyrir Man Utd þar sem þeir eru að eltast við Meistaradeildarsæti og eiga enn möguleika á að vinna FA bikarinn og Evrópudeildina.