Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 20:00 Nýju lögunum hefur verið mótmælt af hörku á götum Hong Kong. EPA/Jerome Favre Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi. Hong Kong Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi.
Hong Kong Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira