Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 13:15 Elín Metta í leik Vals gegn Þórs/KA nýverið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira