Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 21:02 Saksóknarar kynntu stöðu rannsóknarinnar gegn Maxwell í dag. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55
Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57