Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 12:24 Tölvumynd af íbúðunum og hverfinu. MYND/YRKI ARKITEKTAR Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira