Er Selfoss búið að snúa við blaðinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 12:30 Selfoss stefnir á að gera Val erfitt fyrir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/HAG Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn