Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 16:49 Teikning listamanns af reikistjörnukjarnanum á braut um móðurstjörnu sína. University of Warwick/Mark Garlick Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong. Vísindi Geimurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira