Ósammála um hvort þriðja mark Víkings hefði átt að standa Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:00 Fyrrum liðsfélagarnir voru ekki sammála í gær. vísir/s2s Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira