Ósammála um hvort þriðja mark Víkings hefði átt að standa Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:00 Fyrrum liðsfélagarnir voru ekki sammála í gær. vísir/s2s Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira