1.094 króna umbunin í raun niðurlægjandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 19:20 Gréta María ásamt dóttur sinni. Til hægri má sjá Grétu Maríu í covid-gallanum á Landspítalanum nú þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samsett/Aðsend Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira