1.094 króna umbunin í raun niðurlægjandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 19:20 Gréta María ásamt dóttur sinni. Til hægri má sjá Grétu Maríu í covid-gallanum á Landspítalanum nú þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samsett/Aðsend Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent