Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 13:01 Höfundar kínversku rannsóknarinnar leggja til að tafarlaust verði tekin upp eftirlit með útbreiðslu flensuveirunnar í svínum og starfsmönnum svínabúa. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier. Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier.
Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira