Kæra Lilja Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:30 Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar