Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 11:22 Bandarískir hermenn í Afganistan. Leyniþjónustan virðist hafa haft grunsemdir um að Rússar hétu talibönum fé til að drepa þá að minnsta kosti frá því snemma árs í fyrra. AP/Rahmat Gul Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Fréttir af því að rússneska herleyniþjónustuna GRU hafi heitið talibörnum verðlaunafé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og Bretlands hafa valdið titringi í Washington-borg undanfarna daga. New York Times greindi fyrst frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði komist að þessi niðurstöðu og upplýst Trump og Hvíta húsið um það í mars. Ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við á nokkurn hátt enn sem komið er. Trump og fulltrúar hans hafa þvertekið fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um leyniþjónustumatið og reynt að kasta rýrð á áreiðanleika njósnanna. Nú segir New York Times aftur á móti að bandarískir embættismenn hafi greint frá því mati leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið og greitt talibönum verðlaunafé fyrir dráp á bandarískum hermönnum í daglegri upplýsingaskýrslu fyrir Trump seint í febrúar. Vel þekkt er að Trump forseti les helst ekki daglegar upplýsingaskýrslur um ríkisleyndarmál og greiningu á alþjóða- og þjóðaröryggismálum. Þess í stað kýs hann að láta aðstoðarmann lesa fyrir sig stutta samantekt á skýrslunum nokkrum sinnum í viku. Embættismenn hafa ítrekað lýst því að einkar erfitt sé að kynna Trump upplýsingar um þjóðaröryggismál. Þess í stað kýs Trump heldur að hlusta á álit íhaldssamra fjölmiðla og vina sinna. Trump hefur haldið því fram að hann hafi verið algerlega grunlaus um að upplýsingar væru um að Rússar byðu talibönum hvata til að drepa bandaríska hermenn. Hann hefur lýst þeim ásökunum sem mögulegu „gabbi“ fjölmiðla án frekari rökstuðnings.AP/Susan Walsh Sagðir hafa vitað um njósnir af verðlaunafé Rússa frá því í fyrra AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum í dag að Hvíta húsið hafi vitað af leynilegum upplýsingum sem bendluðu Rússa við verðlaunafé til höfuðs bandarískum hermönnum snemma árs í fyrra, heilu ári fyrr en áður hefur komið fram. Upplýsingar um þetta mat leyniþjónustunnar hafi verið að finna í daglegum upplýsingaskýrslum Trump í fyrra. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er sagður hafa upplýst Trump um það í mars í fyrra. Bolton vildi ekki tjá sig við AP um hvort hann hefði sagt Trump frá njósnunum. Í sjónvarpsviðtali á sunnudag sakaði hann forsetann þó um að gera sér upp fáfræði til þess að réttlæta að ríkisstjórnin hefði ekki gripið til neinna aðgerða til þess að svara framferði Rússa. „Hann getur þvegið hendur sínar af öllu ef enginn sagði honum nokkuð um það,“ sagði Bolton sem lýsir Trump sem óhæfum til að gegna embætti forseta í bók sem hann hefur skrifað. Vefengja áreiðanleika upplýsinganna Talsmenn Trump hafa til þessa ekki tekið af allan vafa um að upplýsingar um rússneska verðlaunaféð hafi verið forsetanum aðgengilegar í vor. Þannig segir New York Times að þegar þeir neiti því að Trump hafi verið upplýstur um leyniþjónustumatið sé ekki ljóst hvort að þeir eigi bæði við skriflegu skýrslurnar og munnlegu samantektirnar. „Hann var ekki persónulega upplýstur um málið. Það er það eina sem ég get deilt með ykkur í dag,“ sagði Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í gær. Þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafa krafist þess að þingheimur verði upplýstur um ásakanirnar sem bæði Rússar og talibana vísa á bug. Hvíta húsið bauð nokkrum stjórnhöllum fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana til fundar í gær. Þeim var tjáð að ríkisstjórnin væri enn að meta upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa en að þær „stönguðust á“ og að ekki væri einhugur um þær á meðal greinenda og leyniþjónustustofnana. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á mögulegri aðild Rússa að árásum í Afganistan er meðal annars sögð beinast að bílsprengjuárás nærri Bagram-herstöðina sem felldi þrjá bandaríska landgönguliða í apríl í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Tengdar fréttir Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Fréttir af því að rússneska herleyniþjónustuna GRU hafi heitið talibörnum verðlaunafé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og Bretlands hafa valdið titringi í Washington-borg undanfarna daga. New York Times greindi fyrst frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði komist að þessi niðurstöðu og upplýst Trump og Hvíta húsið um það í mars. Ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við á nokkurn hátt enn sem komið er. Trump og fulltrúar hans hafa þvertekið fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um leyniþjónustumatið og reynt að kasta rýrð á áreiðanleika njósnanna. Nú segir New York Times aftur á móti að bandarískir embættismenn hafi greint frá því mati leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið og greitt talibönum verðlaunafé fyrir dráp á bandarískum hermönnum í daglegri upplýsingaskýrslu fyrir Trump seint í febrúar. Vel þekkt er að Trump forseti les helst ekki daglegar upplýsingaskýrslur um ríkisleyndarmál og greiningu á alþjóða- og þjóðaröryggismálum. Þess í stað kýs hann að láta aðstoðarmann lesa fyrir sig stutta samantekt á skýrslunum nokkrum sinnum í viku. Embættismenn hafa ítrekað lýst því að einkar erfitt sé að kynna Trump upplýsingar um þjóðaröryggismál. Þess í stað kýs Trump heldur að hlusta á álit íhaldssamra fjölmiðla og vina sinna. Trump hefur haldið því fram að hann hafi verið algerlega grunlaus um að upplýsingar væru um að Rússar byðu talibönum hvata til að drepa bandaríska hermenn. Hann hefur lýst þeim ásökunum sem mögulegu „gabbi“ fjölmiðla án frekari rökstuðnings.AP/Susan Walsh Sagðir hafa vitað um njósnir af verðlaunafé Rússa frá því í fyrra AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum í dag að Hvíta húsið hafi vitað af leynilegum upplýsingum sem bendluðu Rússa við verðlaunafé til höfuðs bandarískum hermönnum snemma árs í fyrra, heilu ári fyrr en áður hefur komið fram. Upplýsingar um þetta mat leyniþjónustunnar hafi verið að finna í daglegum upplýsingaskýrslum Trump í fyrra. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er sagður hafa upplýst Trump um það í mars í fyrra. Bolton vildi ekki tjá sig við AP um hvort hann hefði sagt Trump frá njósnunum. Í sjónvarpsviðtali á sunnudag sakaði hann forsetann þó um að gera sér upp fáfræði til þess að réttlæta að ríkisstjórnin hefði ekki gripið til neinna aðgerða til þess að svara framferði Rússa. „Hann getur þvegið hendur sínar af öllu ef enginn sagði honum nokkuð um það,“ sagði Bolton sem lýsir Trump sem óhæfum til að gegna embætti forseta í bók sem hann hefur skrifað. Vefengja áreiðanleika upplýsinganna Talsmenn Trump hafa til þessa ekki tekið af allan vafa um að upplýsingar um rússneska verðlaunaféð hafi verið forsetanum aðgengilegar í vor. Þannig segir New York Times að þegar þeir neiti því að Trump hafi verið upplýstur um leyniþjónustumatið sé ekki ljóst hvort að þeir eigi bæði við skriflegu skýrslurnar og munnlegu samantektirnar. „Hann var ekki persónulega upplýstur um málið. Það er það eina sem ég get deilt með ykkur í dag,“ sagði Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í gær. Þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafa krafist þess að þingheimur verði upplýstur um ásakanirnar sem bæði Rússar og talibana vísa á bug. Hvíta húsið bauð nokkrum stjórnhöllum fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana til fundar í gær. Þeim var tjáð að ríkisstjórnin væri enn að meta upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa en að þær „stönguðust á“ og að ekki væri einhugur um þær á meðal greinenda og leyniþjónustustofnana. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á mögulegri aðild Rússa að árásum í Afganistan er meðal annars sögð beinast að bílsprengjuárás nærri Bagram-herstöðina sem felldi þrjá bandaríska landgönguliða í apríl í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Tengdar fréttir Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47