Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 10:39 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfu mannsins. Taldi hann meiðsl hans ekki beina afleiðingu af notkun bifreiðar. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum. Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum.
Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira