Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:06 Meðan ferðagjöfin gildir ekki á tjaldsvæði þá hins vegar vilja veitingamenn í Reykjavík gera sér mat úr henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur líkast til ekki séð það fyrir. visir/vilhelm/getty/tumi Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19
Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15